Vladimír Pútín Rússlandsforseti ákvað í gær að víkja Sergei Shoígú úr embætti varnarmálaráðherra, en hann hafði gegnt embættinu frá árinu 2012. Skipaði Pútín Andrei Belousov í stað Shoígús, en Belousov er hagfræðingur að mennt og hefur enga hernaðarlega reynslu.
Pútín ákvað um leið að skipa Shoígú ritara þjóðaröryggisráðs Rússa, en þar sat áður Nikolai Patrúsjev, sem hefur verið einn helsti bandamaður Pútíns um áratugaskeið. Ekki var ljóst í gær hvort staða Patrúsjevs í innsta hring Pútíns myndi breytast við embættisskiptin.
Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, sagði í gær að varnarmálaráðuneytið yrði að vera opið fyrir „nýsköpun“ og „háþróuðum hugmyndum“, sem myndu gera það samkeppnishæfara. Ákvörðunin kemur á sama tíma og Rússar sækja fram í Karkív-héraði. » 13