Norður
♠ Á1095
♥ 753
♦ KG5
♣ Á106
Vestur
♠ 42
♥ G1096
♦ Á1086
♣ 842
Austur
♠ K7
♥ D84
♦ D9732
♣ K75
Suður
♠ DG863
♥ ÁK2
♦ 5
♣ DG93
Suður spilar 4♠.
„Hvað er það versta sem getur gerst?“ Spil eftir Frank Stewart vakti athygli Galtarins og hann setti fuglana inn í myndina: „Austur passar, suður opnar á spaða, bla, bla, bla og fjórir spaðar. Hjartagosi út. Sagnhafi drepur, spilar tígli og vestur dúkkar. Kóngur eða gosi?“
„Ekkert hik?“ tuldraði Magnús mörgæs til að vinna tíma.
„Auðvitað ekki. Þetta eru vanir menn.“
„Ég fer upp með tígulkóng,“ sagði Óskar ugla. „Það versta sem getur gerst er að austur eigi kóngana í spaða og laufi. En þú sagðir að austur hefði passað í byrjun. Ef hann á svörtu kóngana og hjartadrottningu, eins og útspilið sannar, þá getur hann varla átt tígulásinn líka. Þá hefði hann opnað.“
„Jamm,“ samsinnti Gölturinn. „Þetta er sennilega of létt þraut fyrir ykkur. Ég finn eitthvað þyngra á morgun.“