Geir Ágústsson
Geir Ágústsson
Geir Ágústsson verkfræðingur skrifar um það á blog.is að um daginn hafi verið opnað „stærsta svokallaða lofthreinsiver heims á Íslandi. Þetta ver sýgur koltvísýring út úr andrúmsloftinu sem síðan er dælt niður í jörðina. Þessu hafa erlendir miðlar tekið eftir, svo sem Reuters og CNN. En hvað skyldi nú kosta að halda þessu veri úti? Ég finn engar tölur en þeir á CNN sjá ekki neitt vandamál: Reksturinn verður knúinn áfram af gnægð hreinnar jarðhitaorku Íslands.“

Geir Ágústsson verkfræðingur skrifar um það á blog.is að um daginn hafi verið opnað „stærsta svokallaða lofthreinsiver heims á Íslandi. Þetta ver sýgur koltvísýring út úr andrúmsloftinu sem síðan er dælt niður í jörðina. Þessu hafa erlendir miðlar tekið eftir, svo sem Reuters og CNN. En hvað skyldi nú kosta að halda þessu veri úti? Ég finn engar tölur en þeir á CNN sjá ekki neitt vandamál: Reksturinn verður knúinn áfram af gnægð hreinnar jarðhitaorku Íslands.“

Geir segir að CNN viti greinilega ekki að íslenska hagkerfið verði þegar af tugum milljarða vegna þess að álverin fái ekki næga orku, að orkuskipti fiskiverksmiðja frá rafmagni yfir í olíu séu nú að fullu gengin í garð, að rafmagnsreikningur heimila sé að klifra upp á við og að mikið af rafmagni fari í súginn því að dreifikerfið sé ekki nægilega öflugt.

Þá segir hann: „En það væri gaman að vita hvað þetta svokallaða lofthreinsiver sýgur í sig mikla orku frá almennum neytendum og stærri notendum, og hvort hérna sé erlent áhættufé að yfirbjóða innlenda notkun. Liggja þær tölur einhvers staðar á lausu?

Menn hafa kvartað svolítið yfir gagnaverunum, jafnvel þótt þau skili mikilli framlegð og bókstaflega dæli gjaldeyri inn í hagkerfið. En gefðu mér frekar gagnaver en svona eltingaleik við snefilefni í andrúmsloftinu.“