Öll bókleg almenn ökupróf eru rafræn frá með deginum í dag, 16. maí. Prófin eru með þessu færð í nútímalegt horf þar sem ökuneminn getur séð niðurstöðu sína samstundis. Notað verður kerfi sem býður upp á stöðuga endurskoðun, svo sem á einstaka…

Öll bókleg almenn ökupróf eru rafræn frá með deginum í dag, 16. maí. Prófin eru með þessu færð í nútímalegt horf þar sem ökuneminn getur séð niðurstöðu sína samstundis. Notað verður kerfi sem býður upp á stöðuga endurskoðun, svo sem á einstaka spurningum og prófunum almennt, segir í frétt frá Samgöngustofu.

Með rafrænni próftöku verður prófið ein heild, en ekki lengur skipt í tvo hluta. Einnig hafa prófspurningar verið uppfærðar með það að markmiði að forðast misskilning hjá þeim sem prófið þreyta. Alls er prófið 50 fullyrðingar og þurfa nemendur að svara minnst 46 þeirra rétt til að ná prófinu, sem er sama hlutfall og áður.

Rafrænu ökuprófin eru skref í áætlun um einföldun og aukin gæði með umbótum, segir Samgöngustofa sem hefur endurbætt prófin í samvinnu við Frumherja sem sér um framkvæmdina.