Stefán Eiríksson
Stefán Eiríksson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gjafmildi Dags B. Eggertssonar fv. borgarstjóra í garð olíufélaganna er óútskýrð, rétt eins og tregða Ríkisútvarpsins til að segja frá henni. Páll Vilhjálmsson rifjar því upp að Rúv. ohf. hafi sjálft notið örlætis hans á fé borgarbúa með sama hætti, bjargað því frá gjaldþroti með lóðabraski: „Dagur fórnaði hagsmunum borgarbúa til að kaupa velvild RÚV.“

Gjafmildi Dags B. Eggertssonar fv. borgarstjóra í garð olíufélaganna er óútskýrð, rétt eins og tregða Ríkisútvarpsins til að segja frá henni. Páll Vilhjálmsson rifjar því upp að Rúv. ohf. hafi sjálft notið örlætis hans á fé borgarbúa með sama hætti, bjargað því frá gjaldþroti með lóðabraski: „Dagur fórnaði hagsmunum borgarbúa til að kaupa velvild RÚV.“

Borgarbúar hafi óafvitandi lagt Rúv. til 2,5 ma. kr., en þegar olíufélögin fengu sömu trakteringar „árið 2019, var Stefán Eiríksson núverandi útvarpsstjóri hægri hönd Dags og staðgengill. Ári síðar var Stefán orðinn útvarpsstjóri – með blessun Dags.“

Enginn vafi leikur á því að þar var farið af fullu skeytingarleysi með fé borgarbúa, sem kannski er vísbending um hvers vegna borgin sjálf er komin í fjárkröggur. Og ekki nýtt.

Um það vísar Páll til skýrslu Ríkisendurskoðanda frá 2019: „Ennfremur er ekki sýnilegt að Reykjavíkurborg meti það hjá sér til útgjalda að framselja til Ríkisútvarpsins ohf. þau verðmæti sem felast í sölu á byggingarrétti á lóð sem borgin hefði getað gengið eftir að yrði skilað.“

Að borgin hafi framselt „umtalsverð verðmæti til ógjaldfærs opinbers hlutafélags til að hægt yrði að lækka skuldir þess“. Það er a.m.k. vítaverð meðferð á opinberu fé, ef ekki spilling.