Norður ♠ ÁK2 ♥ D765 ♦ 732 ♣ 753 Vestur ♠ 74 ♥ K1084 ♦ K105 ♣ D986 Austur ♠ 1086 ♥ 2 ♦ ÁDG864 ♣ G42 Suður ♠ DG943 ♥ ÁG93 ♦ 9 ♣ ÁK10 Suður spilar 4♠

Norður

♠ ÁK2

♥ D765

♦ 732

♣ 753

Vestur

♠ 74

♥ K1084

♦ K105

♣ D986

Austur

♠ 1086

♥ 2

♦ ÁDG864

♣ G42

Suður

♠ DG943

♥ ÁG93

♦ 9

♣ ÁK10

Suður spilar 4♠.

„Ég hélt ég hefði séð allt.“ Óskar ugla rakst á merkilegt spil í bók eftir Barry Rigal. Austur opnar á 3♦, suður doblar, vestur segir 4♦, norður doblar og suður lýkur sögnum með 4♠. Tígull út upp á ás og hjartatvistur til baka.

„Hver er Barry Rigal?“ spurði Gölturinn, enda ekki eins vel lesinn og fuglarnir.

„Hjartatvisturinn er augljóst einspil,“ hélt Óskar áfram, „og þið takið því á hjartaás og aftrompið vörnina. Rigal er fæddur Englendingur, sem flutti til New York undir lok síðustu aldar og hefur skrifað mikið í bandarísku mótsblöðin. – Alla vega. Trikkið er að nota samganginn í spaða til að hreinsa vestur af tígli með tveimur stungum. Síðan er hjartagosa spilað. Vestur drepur og spilar laufi upp á gosa og kóng. Þá kemur hjartadrottning og meira hjarta og vestur þarf að spila upp í ♣Á10. Tvöfalt innkast.“