Sígilt Dóri, Sjonni og Indriði, heimavinnandi.
Sígilt Dóri, Sjonni og Indriði, heimavinnandi. — Skjámynd/YouTube
Fastir liðir eins og venjulega eru gamanþættir frá árinu 1985. Í þeim koma fyrir þrjár nágrannafjölskyldur sem búa í raðhúsi í úthverfi á Íslandi. Hinum hefbundnu kynjahutverkum er snúið við, mennirnir eru heimavinnandi húsfeður og konurnar útivinnandi

Valgerður Laufey Guðmundsdóttir

Fastir liðir eins og venjulega eru gamanþættir frá árinu 1985. Í þeim koma fyrir þrjár nágrannafjölskyldur sem búa í raðhúsi í úthverfi á Íslandi. Hinum hefbundnu kynjahutverkum er snúið við, mennirnir eru heimavinnandi húsfeður og konurnar útivinnandi. Fjölskyldurnar eiga ekki mikið sameiginlegt en mennirnir eru allir góðir vinir og leita mikið hver til annars.

Í húsi númer 17 búa Indriði og Þórgunnur, Indriði er mjög stressaður og mistækur heimilisfaðir en Þórgunnur sinnir stóru starfi úti í bæ. Í húsi númer 19 búa Sjonni og Erla, þau eru hið fullkomna par og Sjonni hinn fullkomni heimilisfaðir sem heldur úti fallegu heimili og elur börnin upp við góða siði á meðan Erla fer í vinnuna. Í húsi númer 21 búa Dóri og Dulla, þau eru ekki beint með hlutina á hreinu og allt er á rúi og stúi heima hjá þeim.

Undirrituð horfði fyrst á þættina um 13 ára aldur, árið 2014, og fannst áhugavert að þá fyrir 29 árum hafi verið gerðir þættir þar sem hinum hefðbundnu kynjahlutverkum var snúið við. Nú eru liðin 39 ár frá gerð þáttanna og er áhugavert að hugsa út í hvernig kynjahlutverkin hafa breyst í gegnum tíðina. Þættirnir eru enn hin besta skemmtun!