Vísindi Guðmundur Fertram Sigurjónsson stofnandi Kerecis.
Vísindi Guðmundur Fertram Sigurjónsson stofnandi Kerecis. — Morgunblaðið/Eyþór
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur verið tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna 2024 (European Inventor Award). Tilnefninguna hlýtur hann fyrir þá uppfinningu sína að nota fiskroð til sáragræðslu

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur verið tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna 2024 (European Inventor Award). Tilnefninguna hlýtur hann fyrir þá uppfinningu sína að nota fiskroð til sáragræðslu. Guðmundur Fertram og þróunarteymi hans voru valin úr hópi rúmlega 550 tilnefndra, en verðlaunin eru viðurkenning á uppfinningum sem veitt hafa verið einkaleyfi fyrir í Evrópu.

Þetta er í annað sinn sem íslenskt þróunarteymi er tilnefnt til verðlaunanna en í fyrra voru Þorsteinn Loftsson og Einar Stefánsson, prófessorar emeritis og stofnendur Oculis, tilnefndir til verðlaunanna.

Guðmundur Fertram hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga á liðnum árum, ýmist sjálfur eða fyrir hönd Kerecis. » Viðskipti 34