Gott útsýni Hanna Stína innanhússarkitekt hannaði húsið að innan en stórir gluggar prýða húsið sem hleypa mikilli birtu inn.
Gott útsýni Hanna Stína innanhússarkitekt hannaði húsið að innan en stórir gluggar prýða húsið sem hleypa mikilli birtu inn.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sturla B. Johnsen heimilislæknir setti hús sitt við Dimmuhvarf 13A í Kópavogi á sölu á dögunum. Húsið er tignarlegt, 396 fm að stærð og á tveimur hæðum. Arkitekt hússins er Guðmundur Gunnlaugsson og Hanna Stína innanhússarkitekt sá um hönnunina að innan

Marta María Winkel Jónasdóttir

mm@mbl.is

Sturla B. Johnsen heimilislæknir setti hús sitt við Dimmuhvarf 13A í Kópavogi á sölu á dögunum. Húsið er tignarlegt, 396 fm að stærð og á tveimur hæðum. Arkitekt hússins er Guðmundur Gunnlaugsson og Hanna Stína innanhússarkitekt sá um hönnunina að innan.

Stórir gólfsíðir gluggar prýða efri hæð hússins þar sem eldhús, borðstofa og eldhúskrókur eru samliggjandi í björtu og rúmgóðu alrými. Afar falleg sérsmíðuð innrétting úr hnotu prýðir eldhúsið, en þar er gott vinnu- og skápapláss og stór eldhúseyja.

Nú hefur húsið verið selt á 250.000.000 kr. Kaupendur hússins eru Kristján Már Gunnarsson og Onauma Thotong.

Sturla festi kaup á einbýlishúsi við Kornakur 8 í Garðabæ á dögunum ásamt kærustu sinni, Sögu Ýri Jónsdóttur lögmanni.

Höf.: Marta María Winkel Jónasdóttir