Samkeppni Erik Figueras Torras forstjóri Mílu segir í tilkynningu að ákvörðun Fjarskiptastofu sé samkeppni og íslenskum neytendum í hag.
Samkeppni Erik Figueras Torras forstjóri Mílu segir í tilkynningu að ákvörðun Fjarskiptastofu sé samkeppni og íslenskum neytendum í hag. — Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Fjarskiptastofa hefur fellt niður kvaðir á hendur Mílu á tveimur mikilvægum undirmörkuðum fjarskipta á landsvæðum þar sem yfir 80% landsmanna búa, þar með talið höfuðborgarsvæðinu. Fjarskiptastofa metur að þar ríki virk samkeppni og byggir ákvörðun…

Fjarskiptastofa hefur fellt niður kvaðir á hendur Mílu á tveimur mikilvægum undirmörkuðum fjarskipta á landsvæðum þar sem yfir 80% landsmanna búa, þar með talið höfuðborgarsvæðinu. Fjarskiptastofa metur að þar ríki virk samkeppni og byggir ákvörðun sína á markaðsgreiningu sem fól í sér samstarf við innlenda hagsmunaaðila, Samkeppniseftirlitið og Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel.

Eins og Morgunblaðið hefur áður fjallað um er markaðshlutdeild Mílu um 30% á höfuðborgarsvæðinu, en hlutfall Ljósleiðarans, sem er opinbert félag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, um 70%. Nokkuð var fjallað um starfsemi í Mílu í aðdraganda þess að franska sjóðastýringafélagið Ardian keypti félagið af Símanum í fyrra.

Í tilkynningu frá Mílu kemur fram að um leið og félagið fagni ákvörðun Fjarskiptastofu séu kvaðir á Mílu á sömu mörkuðum samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2022 enn í fullu gildi. „Þær þyrfti að fella niður til samræmis við ákvörðun Fjarskiptastofu,“ segir Míla.