Þorvaldur Víðisson
Þorvaldur Víðisson
Séra Þorvaldur Víðisson, prestur í Fossvogsprestakalli, hefur verið skipaður prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra frá 1. júní næstkomandi. Hann tekur við af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, sóknarpresti í Háteigskirkju, en hún hefur gegnt prófastsstörfum frá 1

Séra Þorvaldur Víðisson, prestur í Fossvogsprestakalli, hefur verið skipaður prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra frá 1. júní næstkomandi.

Hann tekur við af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, sóknarpresti í Háteigskirkju, en hún hefur gegnt prófastsstörfum frá 1. apríl 2015.

Sr. Þorvaldur er fæddur í Reykjavík árið 1973. Hann er sonur hjónanna Jóhönnu Ásdísar Þorvaldsdóttur sérkennara og Vilmundar Víðis Sigurðssonar, stýrimanns og kennara. Eiginkona sr. Þorvaldar er Sólveig Huld Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Kópavogsbæ, og eiga þau þrjú börn; Jón Víði, sem fæddur er 1996, Ásdísi Magdalenu, sem fædd er 2002, og Fróða Kristin, sem fæddur er 2008.

Árið 2001 lauk Þorvaldur kandídatsprófi frá guðfræðideild HÍ. Hann hefur komið víða við á sínum starfsferli og m.a. verið biskupsritari. Hinn 1. september 2021 var hann ráðinn sóknarprestur Fossvogsprestakalls.

Sr. Þorvaldur hefur þýtt tvær bækur. Á síðasta ári gaf Skálholtsútgáfan út bók hans Vonina, akkeri fyrir sálina. sisi@mbl.is