— Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Sólríkt hefur verið á norður- og austurhluta landsins í vikunni. Á Húsavík fór hitinn hæst í 13 gráður í gær. Viðskiptavinur Háriðjunnar, Hildur Baldvinsdóttir, sló tvær, ef ekki þrjár flugur í einu höggi þegar hún skellti sér út í sólina með kaffibolla og tímarit á meðan hún beið með lit í hárinu

Sólríkt hefur verið á norður- og austurhluta landsins í vikunni. Á Húsavík fór hitinn hæst í 13 gráður í gær. Viðskiptavinur Háriðjunnar, Hildur Baldvinsdóttir, sló tvær, ef ekki þrjár flugur í einu höggi þegar hún skellti sér út í sólina með kaffibolla og tímarit á meðan hún beið með lit í hárinu. Útlit er fyrir að veðrið haldist áfram gott á Norður- og Austurlandi í dag og á morgun. Kólnar um helgina og á mánudag er útlit fyrir úrkomu, rigningu og slyddu inn til landsins og upp til fjalla.