— AFP/Cristophe Simon
Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson frumsýndi í gær kvikmynd sína Ljósbrot á kvikmyndahátíðinni í Cannes, einni þeirri elstu og virtustu í heimi sem haldin er árlega. Með honum var aðalleikkona myndarinnar, Elín Hall, og fór vel á með þeim, eins…

Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson frumsýndi í gær kvikmynd sína Ljósbrot á kvikmyndahátíðinni í Cannes, einni þeirri elstu og virtustu í heimi sem haldin er árlega. Með honum var aðalleikkona myndarinnar, Elín Hall, og fór vel á með þeim, eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd frá AFP.

Kvikmyndahátíðin stendur yfir til 25. maí og er formaður dómnefndar aðalkeppninnar að þessu sinni bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Greta Gerwig. Venja er fyrir því að veita heiðursverðlaun á hátíðinni, Gullpálmann, og eru það þrenn verðlaun. Þau hljóta að þessu sinni leikkonan Meryl Streep, teiknimyndafyrirtækið Studio Gibli og leikstjórinn og framleiðandinn George Lucas.