Dósasöfnun Þessir nemendur við FG stóðu fyrir velheppnaðri dósasöfnun á dögunum. Þau færðu Einstökum börnum veglega gjöf, 360 þúsund krónur.
Dósasöfnun Þessir nemendur við FG stóðu fyrir velheppnaðri dósasöfnun á dögunum. Þau færðu Einstökum börnum veglega gjöf, 360 þúsund krónur.
Nemendur í áfanganum Viðburðastjórnun við Fjölbrautaskólann í Garðabæ færðu Einstökum börnum veglega gjöf á dögunum. Þeir stóðu fyrir dósasöfnun sem var hluti af lokaverkefni þeirra í áfanganum

Nemendur í áfanganum Viðburðastjórnun við Fjölbrautaskólann í Garðabæ færðu Einstökum börnum veglega gjöf á dögunum. Þeir stóðu fyrir dósasöfnun sem var hluti af lokaverkefni þeirra í áfanganum. Alls söfnuðust rúmlega 360 þúsund krónur sem er ríflega tvöfalt meira en í fyrra þegar 165 þúsund krónur söfnuðust.

Í tilkynningu frá hópnum kemur fram að nemendur hafi boðist til að sækja dósir heim til fólks og einnig tekið á móti dósum frá nemendum og starfsfólki við skólann.

Hópurinn safnaði dósunum saman í skólanum og hjálpaðist síðan að við að flytja þær í endurvinnslu. Gríðarlega góð samvinna var innan hópsins og nemendur segjast vera ánægðir með útkomu verkefnisins. Umræddur áfangi er kenndur á hverju vori í skólanum og standa vonir til að framhald verði á þessari söfnun.