Menning Arthúr Björgvin Bollason, í blárri úlpu, hér á Keldum á Rangárvöllum með þýsku sjónvarpsmönnunum.
Menning Arthúr Björgvin Bollason, í blárri úlpu, hér á Keldum á Rangárvöllum með þýsku sjónvarpsmönnunum.
Íslenskar sögur og menning eru nú í brennidepli meðal Þjóðverja. Sjö manna hópur frá þýska ríkissjónvarpinu, ARD, hefur síðustu daga verið á ferð um landið og aflað efnis sinn í hvorn hálftíma sjónvarpsþáttinn um slóðir Eglu og Njálu

Íslenskar sögur og menning eru nú í brennidepli meðal Þjóðverja. Sjö manna hópur frá þýska ríkissjónvarpinu, ARD, hefur síðustu daga verið á ferð um landið og aflað efnis sinn í hvorn hálftíma sjónvarpsþáttinn um slóðir Eglu og Njálu. Tilefni þessarar þáttagerðar er fyrsta heildarútgáfa Íslendingasagna á þýsku, sem nú er í burðarliðnum á vegum Sögu forlags, sem Jóhann Sigurðsson starfrækir. Þættirnir verða sýndir síðsumars í ár.

„Með Íslandsheimsókninni gerir ARD útgáfu sagnanna afar hátt undir höfði,“ segir Arthúr Björgvin Bollason sem hefur leiðsagt þeim þýsku um Ísland. Til marks um hve mikið er lagt í þættina er stjórnandi þeirra, Denis Scheck, einn helsti áhrifamaður í bókmenntaumfjöllun þýskra fjölmiðla í dag.

„Áhugi Þjóðverja á málinu er mikill,“ sagði Arthúr Björgvin í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann var þá staddur með sjónvarpsmönnunum á Borg á Mýrum, einum af helstu sögustöðum Eglu. Áður hafði verið viðkoma á Njáluslóð, svo sem á Keldum á Rangárvöllum. sbs@mbl.is