Aðstoð Biðraðir myndast gjarnan fyrir utan Fjölskylduhjálp Íslands.
Aðstoð Biðraðir myndast gjarnan fyrir utan Fjölskylduhjálp Íslands. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölskylduhjálp Íslands vantar fisk til að úthluta til þeirra fjölmörgu einstaklinga sem leita til hennar og óskar eftir fiski frá útgerðarfélögum og fiskframleiðendum. Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálparinnar segist ekki hafa getað …

Valgerður Laufey Guðmundsdóttir

vally@mbl.is

Fjölskylduhjálp Íslands vantar fisk til að úthluta til þeirra fjölmörgu einstaklinga sem leita til hennar og óskar eftir fiski frá útgerðarfélögum og fiskframleiðendum.

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálparinnar segist ekki hafa getað úthlutað fiski núna í tvö til þrjú ár til þeirra fjölmörgu einstaklinga sem leita þangað. Einstaka sinnum hafi þau getað úthlutað laxi og bleikju sem þau hafi fengið eftir beiðni til útgerðarfélaga og fiskframleiðenda.

„Ég biðla núna til útgerðarmanna því okkur vantar tilfinnanlega fisk fyrir þá fjölmörgu sem leita til okkar reglulega,“ segir Ásgerður.

Að sögn Ásgerðar leituðu um 29.000 heimili og 75.000 manns til Fjölskylduhjálpar í fyrra. Það sem af er árinu hafa um 9.000 heimili leitað til þeirra. Ásgerður segir að þeim einstaklingum fækki ekki sem leita til Fjölskylduhjálpar og óski eftir mataraðstoð. Fólk mæti klukkan átta á morgnana til þess að tryggja að það fái úthlutun.

„Aðalatriðið er að fólkið sem leitar til okkar getur alls ekki keypt sér fisk, það er ekki með neitt á milli handanna. Fólk hefur sagt við mig að ef ekki væri fyrir Fjölskylduhjálpina þá væri það bara mjög svangt,“ segir Ásgerður.