Sigrún Kjartansdóttir
Sigrún Kjartansdóttir
Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er nú haldinn hátíðlegur í fimmta sinn um allan heim. Evrópusamtök mannauðsfólks (EAPM) stýrir skipulagi dagsins en Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs er formaður alþjóðlegu nefndarinnar í ár

Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er nú haldinn hátíðlegur í fimmta sinn um allan heim. Evrópusamtök mannauðsfólks (EAPM) stýrir skipulagi dagsins en Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs er formaður alþjóðlegu nefndarinnar í ár.

Málstofa fer fram á netinu í dag, gegnum Teams, frá kl. 9-10.15. Hún er opin öllum og hægt að skrá sig á síðunni mannaudsfolk.is undir flipanum Viðburðir. Að sögn Sigrúnar var ákveðið í ár að beina sjónum að erlendu vinnuafli á Íslandi og hvernig mannauðsfólk og stjórnendur fyrirtækja geta sem best aðstoðað það til að aðlagast íslensku atvinnulífi og samfélagi.

Fimm innflytjendur munu segja sögu sína og farið verður í gegnum nokkur atriði sem fyrirtæki og innflytjendur þurfa að hafa í huga, þannig að stuðningur og aðlögun gangi sem best.

Almennt er dagurinn haldinn 20. maí ár hvert en þar sem hann lendir á öðrum í hvítasunnu hér á landi var ákveðið að halda hann í dag, 16. maí.