Kammerhópurinn Cauda Collective flytur Stabat Mater eftir Luigi Boccherini í Breiðholtskirkju á laugardaginn, 18. maí, kl. 15.15. Er það frumflutningur nýrrar útgáfu á verkinu sem er frá árinu 1781 og samið fyrir sópran og strengjakvintett

Kammerhópurinn Cauda Collective flytur Stabat Mater eftir Luigi Boccherini í Breiðholtskirkju á laugardaginn, 18. maí, kl. 15.15. Er það frumflutningur nýrrar útgáfu á verkinu sem er frá árinu 1781 og samið fyrir sópran og strengjakvintett. Seinni útgáfu verksins samdi Boccherini árið 1800 fyrir þrjá einsöngvara og strengjakvintett. Einnig verður flutt ný útgáfa Caudu Collective af „Næturtónlist á götum Madridar“ fyrir strengjakvintett og slagverk eftir Boccherini.