Margrét Halldórsdóttir fæddist í Hafnarfirði 25. júlí 1945. Hún lést á Landspítalanum 5. maí 2024.

Foreldrar hennar voru Halldór Baldvinsson stýrimaður, f. 10. júní 1921, d. 17. apríl 1999, og Ásta Sigríður Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1921, d. 17. desember 2019.

Systkini Margrétar eru Baldvin, Björgvin, Helga og Oddur.

Eftirlifandi eiginmaður hennar er Gunnlaugur Gunnlaugsson, f. 24. október 1949. Börn þeirra eru Sigríður Ágústa, f. 24. maí 1968, maki hennar er Þórður Jón Sæmundsson, og Jóhanna, f. 18. febrúar 1973. Úr fyrra sambandi með Sigurði Georgssyni, f. 1938, d. 14. júlí 2020, átti hún Erlu, f. 26. september 1964, maki Ingólfur Örn Arnarsson, f. 4. apríl 1963.

Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 16. maí 2024, klukkan 13.

Í dag kveðjum við mína kæru systur Margréti Halldórsdóttur sem lést á Sólvangi 5. maí síðastliðinn, 78 ára að aldri. Hún hafði verið að glíma við heilsubrest undanfarið sem að lokum tók yfirhöndina. Þetta eru sorgartíðindi fyrir okkur í fjölskyldunni og við geymum allar góðu minningarnar um góða konu og systur okkar með söknuði. Magga var skemmtileg systir sem átti það til að slá á létta strengi þegar svo bar undir, og svo var hún líka svo músíkölsk og mikið fyrir söng. Við sendum börnum, barnabörnum og vinum samúðarkveðjur. Megi minning Möggu okkar vera blessun. Góða ferð, Magga mín.

Leystu fjötrana, frelsið gefðu mér.

Brjóttu hlekkina, frelsið færðu mér.

Leystu fjötrana þungu, sem ég ber.

Angist blindar augu mín.

Engin gleði til án þín.

Leystu fjötrana, frelsið gefðu mér.

Láttu von mína vængi nýja fá.

Ekki vísa á burtu minni þrá.

Taktu efans ok af mér,

er ég krýp að fótum þér.

Láttu von mína vængjum sínum ná.

Fylltu tómið, sem ég í brjósti ber.

Brostnar vonir og draumar ríkja hér.

Gefðu dag, er frið ég finn.

Fangaklefa brjóttu minn.

Leystu fjötrana, frelsið gefðu mér.

(Jónas F. Guðnason)

Björgvin Halldórsson
og fjölskylda.