40 ára Árni ólst upp í Grafarvoginum og er tölvunarfræðingur hjá Controlant. „Ég útskrifaðist frá HR 2009 og er einn af fyrstu starfsmönnum Controlant.“ Helsta áhugamál Árna er utanvegahlaup

40 ára Árni ólst upp í Grafarvoginum og er tölvunarfræðingur hjá Controlant. „Ég útskrifaðist frá HR 2009 og er einn af fyrstu starfsmönnum Controlant.“ Helsta áhugamál Árna er utanvegahlaup. „Ég skráði mig í Laugavegshlaupið núna í júlí sem er 55 km og er að æfa fyrir það á fullu.“ Árni segir að áhuginn á hlaupum hafi byrjað árið 2019 þegar hann skráði sig í hálft maraþon. „Ég var með strákinn minn í feðraorlofi og var alltaf að hlaupa með hann í kerrunni,“ segir hann en hann á tvö börn með eiginkonu sinni og bæði eru fædd 18. ágúst, á afmæli Reykjavíkurborgar. „Já, við vorum á fæðingardeildinni tvær menningarnætur með tveggja ára millibili.“ Núna er hann að þjálfa fyrir Laugavegshlaupið með Náttúruhlaupum og segir það mjög skemmtilegt.

Fjölskylda Eiginkona Árna er Jóhanna Arnardóttir kennari, f. 1.5. 1981, og þau eiga börnin Margréti, f. 18.8. 2016, og Kára Björn, f. 18.8. 2018. Foreldrar Árna eru Margrét Björnsdóttir, f. 21.12. 1952, d. 8.3. 2013, og Brynjúlfur Erlingsson, f. 15.3. 1950.