Breiðablik komst upp fyrir Val á ný á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta í fyrrakvöld með því að sigra Fylki í Árbænum, 2:0. Liðin eru bæði með 15 stig eftir fimm umferðir og mætast einmitt á Kópavogsvelli í sjöttu umferðinni næsta föstudagskvöld, 24

Breiðablik komst upp fyrir Val á ný á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta í fyrrakvöld með því að sigra Fylki í Árbænum, 2:0. Liðin eru bæði með 15 stig eftir fimm umferðir og mætast einmitt á Kópavogsvelli í sjöttu umferðinni næsta föstudagskvöld, 24. maí.

Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir, fylgdi á eftir þegar skalli Öglu Maríu Albertsdóttur var varinn, og Agla María skoraði seinna markið úr vítaspyrnu sem Fylkismenn mótmæltu kröftuglega.

Víkingur lagði Þrótt, 1:0, í Laugardalnum þar sem Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði sigurmarkið eftir sendingu frá Freyju Stefánsdóttur. Þróttarkonur sitja eftir með aðeins eitt stig við botninn.