Norður ♠ Á643 ♥ K932 ♦ Á8 ♣ 743 Vestur ♠ G10972 ♥ 6 ♦ 753 ♣ K865 Austur ♠ D8 ♥ 1085 ♦ D109642 ♣ DG Suður ♠ K5 ♥ ÁDG73 ♦ KG ♣ Á1093 Suður spilar 6♥

Norður

♠ Á643

♥ K932

♦ Á8

♣ 743

Vestur

♠ G10972

♥ 6

♦ 753

♣ K865

Austur

♠ D8

♥ 1085

♦ D109642

♣ DG

Suður

♠ K5

♥ ÁDG73

♦ KG

♣ Á1093

Suður spilar 6♥.

„Rigal segir að maður eigi að biðja andstæðingana afsökunar á svona grís.“ Óskar ugla hafði fundið annað merkilegt spil úr bók Barrys Rigals til að sýna félögum sínum: 6♥ með spaðagosa út.

Gölturinn var hálfmóðgaður fyrir hönd porcus sapiens: „Biðjast afsökunar á eigin snilld?!“

„Heppni – ekki snilld,“ leiðrétti Óskar: „Suður drepur á spaðakóng og leggur niður laufás. Ef laufkóngurinn er smátt annar er þyngra að henda honum undir ásinn á þessum tímapunkti. En hér á austur tvö háspil og getur ekkert gert. Sagnhafi tekur þrisvar tromp, tígulslagina tvo og spaðaás. Spilar svo laufi og austur situr inni á laufdrottningu og saknar þess að eiga ekki spaða. En svo er ekki og austur spilar tígli. Suður trompar heima, hendir laufi úr borði og trompsvínar loks fyrir laufkóng. Tólf lukkulegir slagir,“ ekki satt?

„Sorrí.“