Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fyrir skattgreiðendur áttu sér stað fróðleg orðaskipti á þingi í gær. Þar spurði þingmaður Samfylkingar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, innviðaráðherra Vinstri grænna, Svandísi Svavarsdóttur, út í uppfærslu samgöngusáttmálans svokallaða.

Fyrir skattgreiðendur áttu sér stað fróðleg orðaskipti á þingi í gær. Þar spurði þingmaður Samfylkingar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, innviðaráðherra Vinstri grænna, Svandísi Svavarsdóttur, út í uppfærslu samgöngusáttmálans svokallaða.

Þórunn telur bersýnilega að setja þurfi aukinn kraft og aukið fjármagn í samgöngusáttmálann og þá sérstaklega í borgarlínuna svokölluðu, sem er henni sérstakt áhugamál þó að hún sé í senn gríðarlega dýr og lítt skilvirk til samgöngubóta.

Hún sagðist skilja það þannig „að setja eigi bæði fjármagn, tíma og athygli á hönnun og uppbyggingu borgarlínu hér á höfuðborgarsvæðinu, auk annarra þátta sem heyra til samgöngusáttmálans“. En hún efaðist um að standa ætti við stóru orðin.

Ekki skorti áhugann þó heldur hjá innviðaráðherra sem sagðist vera með þessi mál efst á blaði. Og ráðherra VG hafði ekki áhyggjur af kostnaðinum enda sagði hún að „hver króna sem sett er í samgöngusáttmálann skili sér margfalt til baka“.

Skattgreiðendur eiga ekki von á góðu ef þessir flokkar ná að taka höndum saman aftur um stjórn landsins. Þá verða engin útgjöld svo há að ekki megi rukka skattgreiðendur og engir skattstofnar svo þurrausnir að ekki megi vinda þá betur.