Valhalla Xander Schauffele lék fyrsta hringinn á 62 höggum.
Valhalla Xander Schauffele lék fyrsta hringinn á 62 höggum. — AFP/Ross Kinnaird
Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele átti óskabyrjun á PGA-meistaramótinu í golfi í gær þegar hann setti vallarmet á Valhalla-vellinum í Kentucky á fyrsta hringnum. Schauffele lék hringinn á 62 höggum, níu höggum undir pari og jafnaði líka met á einum hring á stórmóti

Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele átti óskabyrjun á PGA-meistaramótinu í golfi í gær þegar hann setti vallarmet á Valhalla-vellinum í Kentucky á fyrsta hringnum. Schauffele lék hringinn á 62 höggum, níu höggum undir pari og jafnaði líka met á einum hring á stórmóti. Hann jafnaði það í annað sinn, gerði það líka á síðasta ári, og deilir því með Brendan Grace (2017) og Rickie Fowler (2023). Schauffele er með þriggja högga forystu.