Svartur á leik.
Svartur á leik.
Staðan kom upp í opnum flokki á Evrópumeistaramóti landsliða í öldungaflokki (50+) sem lauk í fyrradag í Terme Catez í Slóveníu. Stórmeistarinn Margeir Pétursson (2.407) hafði svart gegn enska alþjóðlega meistaranum Chris Beaumont (2.191)

Staðan kom upp í opnum flokki á Evrópumeistaramóti landsliða í öldungaflokki (50+) sem lauk í fyrradag í Terme Catez í Slóveníu. Stórmeistarinn Margeir Pétursson (2.407) hafði svart gegn enska alþjóðlega meistaranum Chris Beaumont (2.191). 75. … Dxd2+! 76. Hxd2 Hxb3! 77. Bxb3 Hxb3 78. Ha2 Hb4 79. Ke1 Kb6 80. Kd2 Bd7 81. Kd3 Bxa4 svartur stendur núna til vinnings. 82. Hca1 Bb3 83. Hxa5 Bxc4+ 84. Kc2 Be2 85. H1a3 Bb5 86. Ha8 c4 87. Hh8 c3 88. Hxh6 Hb2+ 89. Kc1 Bd3 90. Hxf6+ Kb5 91. Ha1 Hh2 og hvítur gafst upp. Íslenska liðið lenti í fjórða sæti með 13 stig af 18 mögulegum en efstu þrjár sveitirnar fengu 14 stig og varð enskt lið Evrópumeistari. Jóhann Hjartarson (2.453) stóð sig frábærlega á fyrsta borði og náði bestum árangri allra keppenda en frammistaða hans samsvaraði stigaárangri upp á 2.682 stig.