Saknaðarilmur Unnur Ösp Stefánsdóttir.
Saknaðarilmur Unnur Ösp Stefánsdóttir. — Ljósmynd/Jorri
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Saknaðarilmur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur, byggt á bókum Elísabetar Jökulsdóttur í leikstjórn Björns Thors og sviðsetningu Þjóðleikhússins, hlýtur flestar tilnefningar til Grímunnar, Íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða átta talsins

Silja Björk Huldudóttir

silja@mbl.is

Saknaðarilmur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur, byggt á bókum Elísabetar Jökulsdóttur í leikstjórn Björns Thors og sviðsetningu Þjóðleikhússins, hlýtur flestar tilnefningar til Grímunnar, Íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða átta talsins. Næstflestar tilnefningar, eða sex talsins, hlýtur Ást Fedru eftir Söruh Kane í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur. Því næst kemur Með Guð í vasanum eftir Maríu Reyndal í leikstjórn höfundar með fimm tilnefningar. Gríman verður afhent 29. maí og sýnd beint á RÚV. Í ár var 61 sviðsverk skráð af leikhúsum og sviðslistahópum í Grímuna; fimm óperur, níu dansverk, eitt útvarpsleikverk og 33 sviðsverk ásamt 13 barnaleikhúsverkum, þar af tvær óperur og eitt dansverk. Níu manna valnefnd hefur fjallað um allar sýningarnar og valið fimm einstaklinga, teymi eða verk í hverjum verðlaunaflokki í forvali Grímunnar er hljóta tilnefningu. Tilnefnt er í 18 verðlaunaflokkum, en auk þess eru heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands veitt einstaklingi sem þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista á Íslandi.

Sýning ársins

Félagsskapur með sjálfum mér

Fúsi – aldur og fyrri störf

Molta

Saknaðarilmur

Stroke

Leikrit ársins

Félagsskapur með sjálfum mér eftir Gunnar Smára Jóhannesson

Verkið eftir Jón Gnarr

Með Guð í vasanum eftir Maríu Reyndal

Lúna eftir Tyrfing Tyrfingsson

Saknaðarilmur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur, leikverk byggt á bókum Elísabetar Jökulsdóttur

Leikstjóri ársins

Agnar Jón Egilsson – Fúsi – aldur og fyrri störf

Björn Thors – Saknaðarilmur

María Reyndal – Með Guð í vasanum

Stefán Jónsson – Lúna

Tómas Helgi Baldursson – Félagsskapur með sjálfum mér

Leikkona í aðalhlutverki

Ebba Katrín Finnsdóttir – Orð gegn orði

Ilmur Kristjánsdóttir – Ekki málið

Katla Margrét Þorgeirsdóttir – Með Guð í vasanum

Unnur Ösp Stefánsdóttir – Saknaðarilmur

Virginia Gillard – Stroke

Leikari í aðalhlutverki

Björn Thors – Ekki málið

Gunnar Smári Jóhannesson – Félagsskapur með sjálfum mér

Hilmir Snær Guðnason – Lúna

Kjartan Darri Kristjánsson – Frost

Sigurður Þór Óskarsson – Deleríum búbónis

Leikkona í aukahlutverki

Kristbjörg Kjeld – Með Guð í vasanum

Sólveig Arnarsdóttir – Með Guð í vasanum

Vigdís Halla Birgisdóttir – Hollvættir á heiði

Vigdís Hrefna Pálsdóttir – Mútta Courage og börnin

Þórunn Arna Kristjánsdóttir – X

Leikari í aukahlutverki

Agnar Jón Egilsson – Fúsi – aldur og fyrri störf

Atli Rafn Sigurðarson – Mútta Courage og börnin

Guðjón Davíð Karlsson – Frost

Sverrir Þór Sverrisson – And Björk, of course …

Þröstur Leó Gunnarsson – Ást Fedru

Dansari ársins

Elín Signý W. Ragnarsdóttir –
The Simple Act of Letting go

Emilía Benedikta Gísladóttir –
The Simple Act of Letting go

Erna Gunnarsdóttir – The Simple Act of Letting go

Inga Maren Rúnarsdóttir – Árstíðirnar

Ólöf Ingólfsdóttir – Sjö ljóð úr óskrifaðri ljóðabók

Söngvari ársins

Áslákur Ingvarsson – Póst-Jón

Eggert Reginn Kjartansson – Ævintýraóperan Hans og Gréta

Heiða Árnadóttir – Mörsugur

Hildur Vala Baldursdóttir – Frost

Rán Ragnarsdóttir – Eitruð lítil pilla

Leikmynd ársins

Filippía I. Elísdóttir – Ást Fedru

Eva Signý Berger – Fíasól gefst aldrei upp

Guðný Hrund Sigurðardóttir, Hákon Pálsson og Rósa Ómarsdóttir – Molta

Elín Hansdóttir – Saknaðarilmur

Júlíanna Lára Steingrímsdóttir – Vaðlaheiðargöng

Búningar ársins

Brynja Björnsdóttir – And Björk, of course …

Filippía I. Elísdóttir – Ást Fedru

Stefanía Adolfsdóttir – Deleríum búbónis

Júlíanna Steingrímsdóttir – Fíasól gefst aldrei upp

Filippía I. Elísdóttir – Saknaðarilmur

Lýsing ársins

Katerina Blahutova – Árstíðirnar

Ásta Jónína Arnardóttir – Ást Fedru

Ásta Jónína Arnardóttir – Edda

Ólafur Ágúst Stefánsson – Piparfólkið

Björn Bergsteinn Guðmundsson – Saknaðarilmur

Tónlist ársins

Egill Andrason og Salka
Valsdóttir – Edda

Nicolai Johansen – Molta

Valgeir Sigurðsson og Helgi Hrafn Jónsson – Mútta Courage og börnin

Ásbjörg Jónsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir – Mörsugur

Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson – Saknaðarilmur

Hljóðmynd ársins

Kristján Sigmundur Einarsson – Ást Fedru

Ronja Jóhannsdóttir – Kannibalen

Ísidór Jökull Bjarnason – Lúna

Friðrik Margrétar- Guðmundsson – Sund

Þorbjörn Steingrímsson – X

Danshöfundur ársins

Snædís Lilja Ingadóttir og Valgerður
Rúnarsdóttir – Árstíðirnar

Bára Sigfúsdóttir og Orfee Schuijt – Fabulation

Rósa Ómarsdóttir – Molta

Ólöf Ingólfsdóttir – Sjö ljóð úr óskrifaðri ljóðabók

Tom Weinberger – The Simple Act of Letting go

Dans- og sviðshreyfingar

Seiðr og Ernesto Camilo Aldazábal Valdés – Ást Fedru

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir – Deleríum búbónis

Valgerður Rúnarsdóttir – Fíasól gefst aldrei upp

Aðalbjörg Árnadóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir – Piparfólkið

Andrean Sigurgeirsson í samstarfi við Birni Jón Sigurðsson, Ernu Guðrúnu Fritzdóttur, Eygló Hilmarsdóttur, Kjartan Darra Kristjánsson og Þóreyju Birgisdóttur – Sund

Barnasýning ársins 2024

Fíasól gefst aldrei upp

Frost

Hollvættir á heiði

Kan(l)ínudans

Ævintýraóperan Hans og Gréta

Hvatningarverðlaun valnefndar 2024 fyrir framúrskarandi nýbreytni í sviðslistum (hét áður Sproti ársins)

Fúsi – aldur og fyrri störf

House of Revolution

Stefan Sand tónskáld og kórstjóri

Stroke

Þórunn Guðmundsdóttir tónskáld