Safamýri Grindvíkingurinn Kwame Quee sækir en Víkingurinn Karl Friðleifur Gunnarsson verst í bikarslagnum í Safamýri í gærkvöld.
Safamýri Grindvíkingurinn Kwame Quee sækir en Víkingurinn Karl Friðleifur Gunnarsson verst í bikarslagnum í Safamýri í gærkvöld. — Ljósmynd/Kristinn Steinn
Fyrstudeildarlið Keflavíkur er komið í átta liða úrslit bikarkeppni karla í fótbolta ásamt Víkingi, Stjörnunni og Fylki eftir sigra í gærkvöld. Keflvíkingar lögðu Bestudeildarlið ÍA, 3:1, þar sem Hinrik Harðarson skoraði fyrst fyrir ÍA en Sami Kamel …

Fyrstudeildarlið Keflavíkur er komið í átta liða úrslit bikarkeppni karla í fótbolta ásamt Víkingi, Stjörnunni og Fylki eftir sigra í gærkvöld.

Keflvíkingar lögðu Bestudeildarlið ÍA, 3:1, þar sem Hinrik Harðarson skoraði fyrst fyrir ÍA en Sami Kamel skoraði tvö mörk fyrir Keflavík og Valur Þór Hákonarson eitt. Erik Sandberg hjá ÍA fékk rauða spjaldið og Keflavík vítaspyrnu sem Kamel jafnaði úr á 36. mínútu.

Stjarnan lagði KR 5:3 í bráðfjörugum leik þar sem Adolf Daði Birgisson tryggði sigur Stjörnunnar í uppbótartíma. Áður skoraði Örvar Eggertsson tvö mörk fyrir Stjörnuna, Guðmundur Baldvin Nökkvason og Óli Valur Ómarsson eitt. Axel Óskar Andrésson skoraði fyrsta mark KR og Benoný Breki Andrésson hin tvö.

Fylkir vann HK 3:1 þar sem Eiður Gauti Sæbjörnsson kom HK yfir en Þórður Gunnar Hafþórsson skoraði tvö mörk fyrir Fylki og Benedikt Daríus Garðarsson eitt.

Víkingar unnu Grindavík, 4:1, í Safamýri þar sem Danijel Dejan Djuric, Erlingur Agnarsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Viktor Örlygur Andrason skoruðu fyrir Víking en Josip Krznaric gerði mark Grindavíkur.