30 ára Þóra fæddist í Reykjavík en ólst upp á Sauðárkróki. „Það var yndislegt að vera á Króknum og ég lauk bæði við grunnskóla og menntaskóla þar. Skagafjörðurinn er náttúrulega fallegasti fjörður heims.“ Þóra lærði tækniteiknun og fór…

30 ára Þóra fæddist í Reykjavík en ólst upp á Sauðárkróki. „Það var yndislegt að vera á Króknum og ég lauk bæði við grunnskóla og menntaskóla þar. Skagafjörðurinn er náttúrulega fallegasti fjörður heims.“

Þóra lærði tækniteiknun og fór síðan í Háskólann í Reykjavík og er að útskrifast núna í desember sem byggingafræðingur. „Ég hef alltaf spáð mikið í byggingar og hús og mér finnst það svo áhugavert hversu byggingar tengjast lífi okkar mikið, því við erum jú mikið inni í húsum, bæði heima, í starfi og víðar. Ég vissi að ég vildi koma að hönnun eða öðru tengdu byggingum mjög snemma.“ Helstu áhugamál Þóru eru alls kyns útivera, hvort sem það er að fara upp á fjöll, eða á skíði eða bara að fara í göngutúr.

Fjölskylda Þóra er trúlofuð Kristjáni Inga Mikaelssyni, f. 1993, eiganda MGMT Ventures og Viska Digital Assets, og þau eiga dótturina Sóleyju Þóru, f. 2023. „Hún er fjórði ættliður af „Þórum“ í minni ætt,“ segir Þóra Karen, en bæði mamma hennar og amma bera nafnið og hún sjálf. Foreldrar Þóru eru Halla Þóra Másdóttir og Ágúst Kárason og þau búa á Sauðárkróki.