Væntanleg Rickie Lee Jones heldur tónleika í Hörpu 1. september.
Væntanleg Rickie Lee Jones heldur tónleika í Hörpu 1. september.
Bandaríska tónlistarkonan Rickie Lee Jones heldur tónleika í Hörpu 1. september. Í tilkynningu frá Senu Live, sem stendur fyrir tónleikunum, segir að Jones hafi veitt „popp, rokk, R&B og soul tónlistarfólki innblástur um…

Bandaríska tónlistarkonan Rickie Lee Jones heldur tónleika í Hörpu
1. september. Í tilkynningu frá Senu Live, sem stendur fyrir tónleikunum, segir að Jones hafi veitt „popp, rokk, R&B og soul tónlistarfólki innblástur um áratugaskeið“ og að ævintýrið hafi byrjað með fyrstu plötu hennar sem kom út árið 1979. Fyrir plötuna hlaut Jones sín fyrstu Grammy-verðlaun, sem nýliði ársins. Í fyrra kom út 15. plata Jones, Pieces of Treasure, og vann hún að henni með Russ Titelman sem hljóðritaði fyrstu tvær plötur hennar. Fyrir hana hlaut Jones sína áttundu tilnefningu til Grammy-verðlauna. Almenn miðasala á tónleikana hefst í dag.