Karl Gauti Hjaltason
Karl Gauti Hjaltason
Skipstjóri og stýrimaður af flutningaskipinu Longdawn voru vistaðir í fangageymslu í Vestmannaeyjum í nótt grunaðir um að hafa yfirgefið mann í skipsháska í fyrrinótt. Mannbjörg varð þegar strandveiðibáturinn Hadda HF sökk norður af Garðskaga

Viðar Guðjónsson

Sigurður Bogi Sævarsson

Skipstjóri og stýrimaður af flutningaskipinu Longdawn voru vistaðir í fangageymslu í Vestmannaeyjum í nótt grunaðir um að hafa yfirgefið mann í skipsháska í fyrrinótt. Mannbjörg varð þegar strandveiðibáturinn Hadda HF sökk norður af Garðskaga. Þorvaldur Árnason, sjómaður og lyfjafræðingur, var á strandveiðibátnum og segir mestu máli skipta að hann sé óslasaður og líði vel.

Siglingagögn skipsins Longdawn, strandveiðibátsins Höddu og ágangur á stefni Longdawn þykja gefa til kynna að næsta víst sé að skipið hafi hvolft bátnum, að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Karl Gauti segir mennina hafa réttarstöðu sakborninga og að notast þurfi við túlka í skýrslutökum sem nú standa yfir. Tveir mannanna eru frá Rússlandi en sá þriðji er ættaður frá Asíu að sögn Karls Gauta.

Lögreglustjórinn segir nokkuð víst að skipið hafi klesst á bátinn. „Svo þarf að koma í ljós hvort menn hafi vitað af þessu,“ segir Karl Gauti. » 6

Höf.: Viðar Guðjónsson