Vesturbærinn Kaþólska kirkjan er svipsterkt kennileiti í Reykjavíkurborg.
Vesturbærinn Kaþólska kirkjan er svipsterkt kennileiti í Reykjavíkurborg. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þar sem gnæfir hin gotneska kirkja ganga skáldin og yrkja, sagði borgarskáldið Tómas Guðmundsson sem kvað ekkert fegurra en vorkvöld í Vesturbænum í Reykjavík. Hin gotneska bygging sem hann vísaði til er kaþólska dómkirkjan í Landakoti sem vígð var árið 1929

Þar sem gnæfir hin gotneska kirkja ganga skáldin og yrkja, sagði borgarskáldið Tómas Guðmundsson sem kvað ekkert fegurra en vorkvöld í Vesturbænum í Reykjavík. Hin gotneska bygging sem hann vísaði til er kaþólska dómkirkjan í Landakoti sem vígð var árið 1929.

Nú þegar styttist í aldarafmæli er að ýmsu að dytta og brýnust þar er endurnýjun á þaki. Skipt verður um steinflísarnar á þakinu, sem teljast í þúsundum. Kranar og fleiri vinnutæki eru nú við hlið kirkjunnar, þarfaþing í viðgerðunum sem lýkur í október næstkomandi.

Starf kaþólsku kirkjunnar á Íslandi er mikið og í Landakoti eru daglegar athafnir. Vel á 12. þúsund manns tilheyra söfnuðinum og hefur fjölgað mjög í þeim hópi á undanförnum árum, en fólk frá löndum þar sem kaþólskan er ráðandi hefur í stórum stíl sest að hér á landi. sbs@mbl.is