Allsherjar- og menntamálanefnd Nefndin fer með ríkisborgararéttarmál.
Allsherjar- og menntamálanefnd Nefndin fer með ríkisborgararéttarmál. — Morgunblaðið/Hákon
„Forræði yfir málum af þessu tagi liggur hjá allsherjar- og menntamálanefnd og ef það er ágreiningur um málsmeðferð þar, þá getur hann komið til úrskurðar hjá forseta Alþingis, en þetta mál er ekki á því stigi enn þá,“ segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis í samtali við Morgunblaðið

„Forræði yfir málum af þessu tagi liggur hjá allsherjar- og menntamálanefnd og ef það er ágreiningur um málsmeðferð þar, þá getur hann komið til úrskurðar hjá forseta Alþingis, en þetta mál er ekki á því stigi enn þá,“ segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis í samtali við Morgunblaðið.

Hann var spurður um hvernig brugðist yrði við bréfi Jóns Gunnarssonar alþingismanns sem hann sendi forsætisnefnd þingsins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, en þar fer Jón fram á að hann og þar með þingheimur allur fái aðgang að þeim umsóknum um ríkisborgararétt sem nú liggja fyrir hjá Alþingi, sem og fylgigögnum.

Spurður hvort hann myndi vísa málinu til nefndarinnar til meðferðar, sagði Birgir að eftir ætti að reyna á hver gangur málsins yrði.

„Ég geri ráð fyrir því að þessar athugasemdir muni koma til umræðu á vettvangi allsherjar- og menntamálanefndar, en hún hefur forræði yfir þeim málum sem hjá henni liggja, samkvæmt þingsköpum. Ágreiningur sem stafar af túlkun þingskapa getur komið til úrskurðar hjá forseta,“ segir Birgir.