Jón Ingi Sigurmundsson opnar málverkasýningu í tilefni af 90 ára afmæli sínu í Byggðasafni Árnesinga (Alpan-húsi) á Eyrarbakka á morgun, laugardaginn 18. maí, klukkan 14. Á sýningunni eru olíu- og vatnslitamyndir og mun hún standa yfir til 2

Jón Ingi Sigurmundsson opnar málverkasýningu í tilefni af 90 ára afmæli sínu í Byggðasafni Árnesinga (Alpan-húsi) á Eyrarbakka á morgun, laugardaginn 18. maí, klukkan 14. Á sýningunni eru olíu- og vatnslitamyndir og mun hún standa yfir til 2. júní.

Segir í tilkynningu að þetta sé ein stærsta sýningin sem Jón Ingi hafi haldið. Þá sé myndefnið fundið víða um land, margt frá Eyrarbakka þar sem Jón Ingi er fæddur og uppalinn og frá heimabæ hans, Selfossi.