Myndlist Sasha Pirker sýnir kvikmyndainnsetningar í Verksmiðjunni.
Myndlist Sasha Pirker sýnir kvikmyndainnsetningar í Verksmiðjunni.
Myndlistarsýningin Ég legg höfuðið í bleyti/I Soak My Head eftir Söshu Pirker verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri í dag, laugardaginn 18. maí, kl. 14. „Sasha Pirker lýsir upp Verksmiðjuna með úrvali kvikmyndainnsetninga og staðbundinni svörun…

Myndlistarsýningin Ég legg höfuðið í bleyti/I Soak My Head eftir Söshu Pirker verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri í dag, laugardaginn 18. maí, kl. 14.

„Sasha Pirker lýsir upp Verksmiðjuna með úrvali kvikmyndainnsetninga og staðbundinni svörun við aðstæðum sem nær yfir síðustu tíu ár starfsferils hennar,“ segir um sýninguna í kynningartexta. „Þessi verk bera vitni ekki aðeins víðtækri forvitni listamannsins og rannsóknartil­finningu, heldur eru þau einnig grundvölluð á bakgrunni hennar í málvísindum.“

Sasha Pirker (f. 1969) er myndlistar- og kvikmyndagerðarmaður sem býr og starfar í Vínarborg. Sýningarstjóri er Becky Forsythe.