— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sólin skein á vegfarendur á Skólavörðustíg í Reykjavík á alþjóðlegum degi gegn hinsegin fordómum, sem haldinn var í gær. Á sama tíma fögnuðu Samtökin ‘78 því að Ísland hefði náð öðru sæti á Regnbogakorti ILGA-Europe sem mæl­ir laga­lega…

Sólin skein á vegfarendur á Skólavörðustíg í Reykjavík á alþjóðlegum degi gegn hinsegin fordómum, sem haldinn var í gær. Á sama tíma fögnuðu Samtökin ‘78 því að Ísland hefði náð öðru sæti á Regnbogakorti ILGA-Europe sem mæl­ir laga­lega rétt­inda­stöðu hinseg­in fólks í 49 lönd­um Evr­ópu og Mið-Asíu. Ísland fer upp í annað sæti úr því fimmta og upp­fyll­ir nú 83% af þeim viðmiðum sem ILGA-Europe set­ur.