Fríkirkjan í Hafnarfirði.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
AKRANESKIRKJA | Hvítasunnudagur. Ferming kl. 11. ÁRBÆJARKIRKJA | Messa kl. 11 og ferming einnar stúlku. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár

AKRANESKIRKJA | Hvítasunnudagur. Ferming kl. 11.

ÁRBÆJARKIRKJA | Messa kl. 11 og ferming einnar stúlku. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messukaffi.

ÁSKIRKJA | Messa og ferming kl. 13. Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason.

BOÐUNARKIRKJAN | Samkoma kl. 11. Prédikun: Jóhann Grétarsson.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Pétur Ragnhildarson og sr. Toshiki Toma þjóna fyrir altari og prédika. Kór Breiðholtskirkju leiðir tónlistina undir stjórn Arnar Magnússonar. Sameiginleg stund Breiðholtssafnaðar og Alþjóðlega safnaðarins.

BÚSTAÐAKIRKJA | Hvítasunnudagur 19. maí kl. 13. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Antoníu Hevesí. Sr. Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Svavari Stefánssyni pastor emeritus og messuþjónum. Tvö fermingarbörn verða fermd í athöfninni og munu taka virkan þátt með lestri ritningarlesturs. Gengið verður til altaris.

DIGRANESKIRKJA | Fermingarmessa laugardag 18. maí kl. 11.Guðsþjónusta mánudag 20. maí kl. 20. Lofgjörð með hljómsveitinni Bræður Móse, sr. Hildur þjónar.

DÓMKIRKJAN | Hátíðarmessa og ferming kl. 11 hvítasunnudag, sr. Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Annan í hvítasunnu er messa klukkan 11, séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Ekki er gjaldskylda í bílastæðin á hvítasunnudag né annan í hvítasunnu.

FELLA- og Hólakirkja | Ferming kl. 11. Prestur er Pétur Ragnhildarson. Organisti er Kristín Jóhannesdóttir. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina. Sameiginleg hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Breiðholtskirkju.

GARÐAKIRKJA | Messa hvítasunnudeg kl. 11. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson prófastur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Vilborgu Ólöfu Sigurðardóttur djákna. Álftaneskórinn syngur undir stjórn Ástvaldar Traustasonar organista.

GAULVERJABÆJARKIRKJA | Hátíðarmessa hvítasunnudag 19. maí kl. 14. Kirkjukórinn syngur, organisti er Haukur Arnarr Gíslason, prestur er Ása Björk Ólafsdóttir.

GLERÁRKIRKJA | Hvítasunnudagur. Hátíðarguðsþjónusta. Sr. Magnús G. Gunnarsson þjónar, kórinn syngur undir stjórn Valmars Väljaots.

GRAFARVOGSKIRKJA | Fyrsta kaffihúsamessa sumarsins verður kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifsson. Í sumar verða kaffihúsamessur í Grafarvogskirkju alla sunnudaga kl. 11. Kaffihúsamessur eru sumarmessur. Messuformið er einfalt, kaffi og meðlæti i boði.

GRENSÁSKIRKJA | Hvítasunnumessa kl. 11. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuhópi, Antoníu Hevesí og Kirkjukór Grensáskirkju. Heitt á könnunni. Guðsþjónusta í Hjúkrunarheimilinu Mörk kl. 14. Sr. María og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti þjóna ásamt félögum úr Kirkjukór Grensáskirkju. Þriðjudagur 21. maí: Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12. Miðvikudagur 22. maí: Ferð eldri borgara, farið kl. 11.30 frá Bústaðakirkju (ath. skráning). Fimmtudagur 23. maí: Kyrrðarbænastund í kapellu kl. 18.15-19.

GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta kl. 14 í hátíðarsal Grundar. Prestur er Gunnar Björnsson.Félagar úr Grundarkórnum leiða söng undir stjórn Kristínar Waage organista.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fermingarguðsþjónusta 19. maí kl. 10.30. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson, organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Sighvatur Karlsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Barbörukórnum syngja undir stjórn Kára Þormar. Barn verður fermt í messunni.

HALLGRÍMSKIRKJA | Á hvítasunnudag verður Frobenius kórorgel kirkjunnar helgað í hátíðarmessu kl. 11 eftir gagngera endurbyggingu hjá Frobenius-orgelsmiðjunni í Danmörku. Veislukaffi verður eftir hátíðarmessu í Suðursal Hallgrímskirkju. Vígslutónleikar Frobenius-kórorgelsins kl. 17. Tvö orgel og kór, Björn Steinar Sólbergsson orgel, Matthías Harðarson orgel. Kór Hallgrímskirkju syngur. Steinar Logi Helgason stjórnandi og orgel. Frjáls framlög.

HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Ástrós Eva Einarsdóttir leikur á selló. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Heitt á könnunni í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

HJALLAKIRKJA Kópavogi | Fermingarmessa á hvítasunnudag kl. 11. Gróa Hreinsdóttir er organisti, söngkonur úr Domus vox og prestar kirkjunnar þjóna.

HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Fermingarmessa á hvítasunnudag kl. 13. Bryndís Valbjarnardóttir prestur þjónar fyrir altari. Kór Hólaneskirkju leiðir söng undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur, kórstjóra og organista. Meðhjálpari er Hrönn Árnadóttir.

HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa | Fermingarmessa hvítasunnudag 19. maí kl. 13.30. Kirkjukórinn syngur, organisti er Guðmundur Eiríksson, prestur er Gunnar Jóhannesson.

HVERAGERÐISKIRKJA | Fermingarmessa á hvítasunnudag kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kirkjukór Hveragerðis - og Kotstrandarsókna leiðir söng, organisti er Miklós Dalmay.

INNRA-Hólmskirkja | Hvítasunnudagur. Ferming kl. 14.

ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Gautaborg. Vorhátíðarguðsþjónusta 19. maí í Västra-Frölunda-kirkju kl. 14. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik og kórstjórn annast Daniel Ralphsson. Fermd verða: Birgir Hrafn Björnsson, Hanna Karen Benediktsdóttir og Ísak Ari Ágústsson. Kirkjukaffi. Prestur er Ágúst Einarsson. Malmö. Annan í hvítasunnu verður fermingarguðsþjónusta kl. 17 í Lommakirkju. Fermd verða: Agnes Kara Árnadóttir og Arndís María Árnadóttir. Einsöngur og fjölbreytt tónlist.

KEFLAVÍKURKIRKJA | Á hvítasunnudag er messa í Kirkjuvogskirkju í Höfnum kl. 20. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar fyrir altari. Á annan í hvítasunnu er mótorhjólamessa í Keflavíkurkirkju kl. 20 í samstarfi við ýmsa mótorhjólaklúbba þar sem fólk og allskonar farartæki er blessað fyrir sumarið. Dúettinn Heiður flytur tónlist. Sigurbjört Kristjánsdóttir og Þórey Óladóttir eru messuþjónar. Sr. Fritz Már Jörgensson þjónar.

KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum | Messa hvítasunnudag 19. maí kl. 20 í Kirkjuvogskirkju í Höfnum. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.

KOTSTRANDARKIRKJA | Fermingarmessa á hvítasunnudag kl. 14. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kirkjukór Hveragerðis - og Kotstrandarsókna leiðir söng, organisti er Miklós Dalmay.

KÓPAVOGSKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta hvítasunnudag kl. 11. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Elísu Elíasdóttur organista.

LANGHOLTSKIRKJA | Sumarmessa kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir og Magnús Ragnarsson organisti þjóna. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja. Léttur hádegisverður að messu lokinni.

LAUGARNESKIRKJA | Hvítasunnudagur kl. 22. Kvöldguðsþjónusta í tóftum hinnar fornu Laugarneskirkju. Sr. Hjalti Jón Sverrisson og dr. Bjarni Karlsson þjóna. Frekari upplýsingar á Facebook-síðu Laugarneskirkju.

LÁGAFELLSKIRKJA | Síðustu fermingarguðsþjónustur verða hvítasunnudag 19. maí kl. 10.30 og 13.30 í Lágafellskirkju. 27 ungmenni fermd í tveimur athöfnum. Sr. Arndís Linn og sr. Henning Emil Magnússon þjóna. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Fiðluleikari er Sigrún Harðardóttir. Meðhjálpari er Andrea Gréta Axelsdóttir.

MOSFELLSKIRKJA í Grímsnesi | Annar í hvítasunnu. Fermingarmessa kl. 14. Ungmenni fermist. Prestur er Axel Á. Njarðvík. Organisti er Jón Bjarnason.

MÖRK kapella | Guðsþjónusta í umsjón Fossvogssóknar kl. 14 í kapellu Markar. Prestur er María Ágústsdóttir sóknarprestur. Félagar úr kór Grensáskirkju leiða söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista.

NESKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11 hvítastunnudag 19. maí. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er Skúli S. Ólafsson og í prédikun fjallar hann um sýningu Jónu Hlífar Halldórsdóttur, Orðið, sem er á Torginu. Að messu lokinni ræðir sr. Skúli við listamanninn um verkin. Hinn 20. maí er helgistund í garði kirkjunnar þar sem félagar úr Kór Neskirkju syngja, sr. Skúli flytur hugvekju og að vanda setjum við niður ávaxtatré í garðinum.

ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Hátíð heilags anda og hljóðfærakvöldmessa Háteigsvegi 56 þann 20. maí kl. 20. Sr. Pétur prédikar og Matthías kórstjóri leikur á nokkur vel valin hljóðfæri og stýrir kórnum Vox gospel. Maul eftir messu.

SELFOSSKIRKJA | Hátíðarmessa hvítasunnudag 19. maí kl. 11. Kirkjukórinn syngur, organisti er Edit A. Molnár, einsöng syngur Gunnlaugur Bjarnason, prestur er Gunnar Jóhannesson. Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11, umsjón Sjöfn, Dóra og Katrín.

SELJAKIRKJA | Skemmtiskokk á hvítasunnu kl. 11. Við byrjum á léttri helgistund í Seljakirkju, þar sem sr. Sigurður Már Hannesson flytur hugvekju. Í beinu framhaldi tökum við skemmtiskokk um Seljadalinn og nágrenni kirkjunnar, hver á sínum hraða. Eftir skokkið verður boðið upp á vöfflukaffi í safnaðarsal Seljakirkju. Allir velkomnir, líka þau sem ekki kjósa að skokka! Velkomið að vera með barnavagna og hunda.

SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Fertugasta ártíð Ólafs Jóhannessonar fyrrv. forsætisráðherra (1984-2024). Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi alþingismaður og Guðmundur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, spjalla um Ólaf. Hátíðarmessa kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti safnaðarins leikur á orgelið. Félagar úr Kammerkórnum syngja. Altarisganga. Pylsuveisla í safnaðarheimilinu eftir athöfn.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Hátíðarmessa og ferming kl. 14. Skálholtskórinn syngur. Annar í hvítasunnu. Ferming kl. 11. Prestur er Axel Á Njarðvík. Organisti er Jón Bjarnason. Prests- og djáknavígsla kl. 17. Prestsefnin eru Steinunn Anna Baldvinsdóttir og Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir og djáknaefnin eru Ívar Valbergsson og Bergþóra Ragnarsdórrir. Skálholtskórinn syngur. Organisti er Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson vígir og þjónar fyrir altari ásamt sr. Axel Á. Njarðvík og fleiri prestum og djáknum.

VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa | Fermingarmessa 20. maí kl. 13.30. Kirkjukórinn syngur, organisti er Guðmundur Eiríksson, prestur er Guðbjörg Arnardóttir.

VÍDALÍNSKIRKJA | Helgihald í Garðabæ á hvítasunnudag verður í Garðakirkju að þessu sinni. Sjá tilkynningu undir Garðakirkja“ hér á síðunni.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Hátíðarhelgistund á hvítasunnudag kl. 20. Félagar úr Kór Víðistaðasóknar syngja undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari.