Sjón Ljóðaflokknum Sýnir fylgja fimm nýjar blýantsteikningar, ein við hvert erindi, í silkiþrykki.
Sjón Ljóðaflokknum Sýnir fylgja fimm nýjar blýantsteikningar, ein við hvert erindi, í silkiþrykki.
Í tilefni af 45 ára höfundar­afmæli Sjóns hefur Newport endurútgefið ljóðaflokkinn Sýnir, titilljóð fyrstu bókar hans, ásamt nýjum blýants­teikningum skáldsins. Útgáfunni verður fagnað í dag, laugardaginn 18

Í tilefni af 45 ára höfundar­afmæli Sjóns hefur Newport endurútgefið ljóðaflokkinn Sýnir, titilljóð fyrstu bókar hans, ásamt nýjum blýants­teikningum skáldsins. Útgáfunni verður fagnað í dag, laugardaginn 18. maí, milli kl. 14 og 16 og sýning haldin á teikningunum úr bókinni í Gallery Port, Hallgerðargötu 19-23.

„Ljóðabókina Sýnir gaf Sjón út sumarið áður en hann varð 16 og sést glögglega að þar fer einbeitt skáld af stað. 45 ára ferill Sjóns síðan er orðinn margvíslegur og hann komið víða við. Teikningarnar, sem eru fimm, ein við hvert erindi, hafa verið silkiþrykktar sérstaklega í litlu upplagi og fylgir hverju eintaki bókarinnar,“ segir í tilkynningu.

Bókin er prentuð af Newport og handsaumuð og unnin í samstarfi við Sjón en þetta er fyrsta verkefni Newport sem er stúdíó og prentarmur Gallery Port.