— AFP/Sam Yeh
Slagsmál brutust út á taívanska þinginu í gærmorgun, en þingmenn stjórnarandstöðuflokksins Kuomintang vildu að greidd yrðu atkvæði um frumvarp sem myndi gefa þinginu meira eftirlitsvald með yfirvöldum á eyjunni

Slagsmál brutust út á taívanska þinginu í gærmorgun, en þingmenn stjórnarandstöðuflokksins Kuomintang vildu að greidd yrðu atkvæði um frumvarp sem myndi gefa þinginu meira eftirlitsvald með yfirvöldum á eyjunni.

Átökin í þingsal brutust út, þar sem frumvarpið myndi einnig heimila refsingar gegn embættismönnum sem fara með rangt mál í þingsal. Lai Ching-te tekur við forsetaembætti eyjunnar á mánudaginn, en flokkur hans, Lýðræðislegi framsóknarflokkurinn DPP, segir frumvarpið brjóta í bága við stjórnarskrá landsins.