Tónlistarkona Inga Björk er meðal flytjenda á hátíðinni í kvöld.
Tónlistarkona Inga Björk er meðal flytjenda á hátíðinni í kvöld.
Tónlistarhátíðin Melodica Festival Hafnarfjörður verður haldin á Ægi 220 í dag, 18. maí. Húsið verður opnað klukkan 16 og mun tónlistin óma til klukkan 22. „Stemningin verður akústísk og innileg en flest atriði notast við órafmögnuð…

Tónlistarhátíðin Melodica Festival Hafnarfjörður verður haldin á Ægi 220 í dag, 18. maí. Húsið verður opnað klukkan 16 og mun tónlistin óma til klukkan 22.

„Stemningin verður akústísk og innileg en flest atriði notast við órafmögnuð strengjahljóðfæri, þá aðallega kassagítar en einnig getur verið að lýrur og ukulele fái að hljóma,“ segir í tilkynningu.

„Tónlistarfólkið er af ýmsum toga, sumt miklir reynsluboltar og annað að stíga sín fyrstu skref í músík en meðal flytjenda eru Eyvindur Karlsson, ÞAU, Ingunn Huld, Sveinn Guðmundsson, Koi, Alexander Aron, Inga Björk, Urður, MÖLVUN, Anna Helga, Gunnlaugur, Guðmundur, Kjartan Arnald og Krissi.“