Fyrir um fjóra 500 g nautalund ½ salathaus 100 g klettasalat 1 krukka sultaður balsamik-laukur frá ORA 250 g jarðarber 125 g hindber 1 granatepli 3 lúkur furuhnetur 2 lúkur kasjúhnetur parmesanostur grillkrydd Balsamik-dressing (sjá uppskrift að neðan) Útbúið balsamik-dressinguna

Fyrir um fjóra

500 g nautalund

½ salathaus

100 g klettasalat

1 krukka sultaður balsamik-laukur frá ORA

250 g jarðarber

125 g hindber

1 granatepli

3 lúkur furuhnetur

2 lúkur kasjúhnetur

parmesanostur

grillkrydd

Balsamik-dressing (sjá uppskrift að neðan)

Útbúið balsamik-dressinguna. Grillið eða steikið nautalundina þar til hún hefur náð þeirri eldun sem þið óskið eftir og kryddið eftir smekk. Raðið salati á stórt fat/skál, skerið niður jarðarber og losið fræin úr granateplinu. Ristið furuhnetur og kasjúhnetur á pönnu. Raðið öllu saman; salati, balsamik-lauk, jarðarberjum, hindberjum, granatepli, hnetum og rífið parmesanost yfir. Setjið síðan balsamik-dressingu yfir eftir smekk.

Balsamik-dressing

140 ml ólífuolía

70 g balsamik-gljái

3 msk. púðursykur

3 msk. sojasósa

Vigtið allt í pott og náið suðunni síðan upp, lækkið hitann og leyfið að malla þar til sykurinn er uppleystur. Setjið út á salatið eftir smekk.

Frá gotteri.is.