Ayon Hyper SSR breiðir út vænghurðirnar. Óhefðbundnar hurðir sáust víða á sýningunni í Peking.
Ayon Hyper SSR breiðir út vænghurðirnar. Óhefðbundnar hurðir sáust víða á sýningunni í Peking.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kínverskir bílaframleiðendur hafa heldur betur gert sig gildandi á undanförnum árum, og því ekki að furða að margir hafi fylgst spenntir með alþjóðlegu bílasýningunni í Peking sem hófst í lok apríl. Að sögn skipuleggjenda voru 117 nýjar bifreiðar…

Kínverskir bílaframleiðendur hafa heldur betur gert sig gildandi á undanförnum árum, og því ekki að furða að margir hafi fylgst spenntir með alþjóðlegu bílasýningunni í Peking sem hófst í lok apríl.

Að sögn skipuleggjenda voru 117 nýjar bifreiðar frumsýndar á sýningunni í ár og gaf að líta bæði framúrstefnulega hugmyndabíla sem og jarðbundnari farartæki sem væntanleg eru á markaðinn hvað úr hverju.

Eins og lesendur geta séð á myndunum sem fylgja þessari grein er kínverskur bílaiðnaður kominn á fulla ferð og ljóst að framleiðendur á Vesturlöndum munu þurfa að hafa sig alla við í samkeppninni. ai@mbl.is