Kvennakórinn Katla heldur Vorblót í Norðurljósum í Hörpu á laugardaginn, þann 25. maí, klukkan 17. Segir í tilkynningu að þar verði öllu tjaldað til og að kórinn hafi verið stofnaður af konum sem vildu stuðla að valdeflandi samfélagi kvenna í gegnum söng

Kvennakórinn Katla heldur Vorblót í Norðurljósum í Hörpu á laugardaginn, þann 25. maí, klukkan 17. Segir í tilkynningu að þar verði öllu tjaldað til og að kórinn hafi verið stofnaður af konum sem vildu stuðla að valdeflandi samfélagi kvenna í gegnum söng.

Sjötíu konur eru í kórnum, flestar á aldrinum 25-45 ára, sem eiga það sameiginlegt að vilja njóta söngs og sköpunar og gera svo undir listrænni stjórn Lilju Daggar Gunnarsdóttur og Hildigunnar Einarsdóttur.