1. Forseti er fulltrúi þjóðarinnar allrar og þarf að sýna henni hollustu. Hann á að vera sameinandi afl og stuðla að samheldni og trausti, um leið og fjölbreytni og það sem aðskilur okkur fær að njóta sín.
2. Ég ákvað þegar ég lagði af stað í mína baráttu að ég myndi ekki fara í samanburð við aðra heldur ræða einungis um það sem ég hefði fram að færa.
3. Ég sé ekki ástæðu til þess í ljósi þess að hlutverk maka forseta er hvergi formlega skilgreint.
4. Forseti getur lagt góðum málefnum lið með rödd sinni og á ekki að vera skoðanalaus en hann þarf að gæta þess að hann talar ætíð fyrir hönd þjóðarinnar og embættisins.
5. Ég hef sagt að ef forseti á að beita málskotsréttinum þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði. Málin þurfa að vera stór, horfa þarf til þess hvort þau hafa langtímaáhrif á samfélagið, hvort þau varða einhver grundvallargildi samfélagsins og hvort um þau er djúpstæður ágreiningur milli þings og þjóðar.
6. Það er mikilvægt að við hugum að rótum okkar, að menningu okkar, sögu og tungu. Við stöndum t.d. frammi fyrir nýjum áskorunum hvað varðar tungumálið okkar. Við erum öll umkringd ensku málumhverfi sem gerir það að verkum að við nýtum ensku æ meira. Við verðum að svara því hvort við séum tilbúin að bregðast við og leggjast saman á árar í sókn fyrir íslenska tungu þannig að við notum áfram tungumálið okkar á öllum sviðum samfélagsins.
7. Fyrir mitt leyti væru átta til tólf ár hæfilegur tími.