Mark Aron Sigurðarson fagnar marki sínu fyrir KR gegn FH í gær.
Mark Aron Sigurðarson fagnar marki sínu fyrir KR gegn FH í gær. — Morgunblaðið/Eyþór
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
KA vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í Bestu deild karla í fótbolta er liðið lagði Fylki, 4:2, á heimavelli í 7. umferðinni í gær. Þrátt fyrir sigurinn er KA enn í fallsæti en nú aðeins einu stigi á eftir Vestra og öruggu sæti

Besta deildin

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

KA vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í Bestu deild karla í fótbolta er liðið lagði Fylki, 4:2, á heimavelli í 7. umferðinni í gær. Þrátt fyrir sigurinn er KA enn í fallsæti en nú aðeins einu stigi á eftir Vestra og öruggu sæti. Fylkir er í slæmum málum á botninum með eitt stig.

Daníel Hafsteinsson gerði tvö mörk í fyrri hálfleik og Sveinn Margeir Hauksson eitt og var staðan 3:0 í leikhléi. Matthias Præst og Aron Snær Guðbjörnsson gerðu leikinn spennandi með mörkum fyrir Fylki eftir hlé, en Ásgeir Sigurgeirsson innsiglaði sigur norðanmanna i lokin.

Ríkjandi meistarar Víkings úr Reykjavík eru með sex stiga forskot á toppnum, í bili hið minnsta, eftir sigur á nýliðum Vestra í Laugardalnum. Danijel Dejan Djuric skoraði tvö fyrir Víking og þeir Erlingur Agnarsson og Ari Sigurpálsson komust einnig á blað. Silas Songani skoraði mark Vestra, sem hefur tapað þremur leikjum í röð.

Loks vann KR sinn fyrsta sigur í mánuð er liðið heimsótti FH og sigraði, 2:1. Aron Sigurðarson og Theódór Elmar Bjarnason komu KR í 2:0 áður en Úlfur Ágúst Björnsson minnkaði muninn fyrir FH.

Höf.: Jóhann Ingi Hafþórsson