1. Forseta ber að virða þingræðið í öllum meginatriðum og honum ber að tryggja að í landinu sé starfhæf ríkisstjórn á grundvelli vilja Alþingis. En á sama tíma verður hann að vera tilbúinn til þess að grípa í neyðarhemil og vísa málum til þjóðarinnar þegar þess gerist þörf.
2. Í yfir 30 ár hef ég rannsakað hvernig smáríki geta haft áhrif í samfélagi þjóðanna. Í áratugi hef ég jafnframt barist fyrir mannréttindum allra í samfélaginu. Ég tel að þessi reynsla muni nýtast mér vel við að tryggja hagsmuni Íslands erlendis og að láta gott af okkur leiða hér heima og um heim allan.
3. Aldrei án undangenginni umræðu í þinginu um þá grundvallarbreytingu á hlutverki maka forseta.
4. Forseti hefur beint vald og óbeint vald. Hluti af hinu óbeina valdi forseta er að hann hefur vægi í þjóðfélagsumræðu. Ég hef sagt að ég myndi sem forseti forgangsraða nokkrum málum til að ná raunverulegum árangri í þeim.
5. Alþingi ræður för í allri almennri löggjöf í landinu. Ef þingið samþykkir hins vegar lög sem takmarka á einhvern hátt mannréttindi borgaranna myndi ég vísa því máli til þjóðarinnar.
6. Síaukin skautun í samfélaginu veldur mér verulegum áhyggjum og ég tel að forsetinn geti undið ofan af þeirri þróun. Með því að tala landið upp sem eina heild, eitt atvinnusvæði, eitt menningarsvæði, eitt menntasvæði, eitt samgöngusvæði og eitt heilbrigðissvæði, getum við þjappað okkur saman og þannig byggt ofan á þann trausta grunn sem fyrri kynslóðir skilja eftir sig.
7. Forseti er kjörinn til fjögurra ára í senn og þjóðin en ekki forseti ræður því hvort framhald verði á.