Norður ♠ K1072 ♥ K ♦ 7643 ♣ K532 Vestur ♠ 5 ♥ ÁG8732 ♦ K102 ♣ DG10 Austur ♠ 9 ♥ 10954 ♦ 10985 ♣ Á876 Suður ♠ ÁDG8643 ♥ D6 ♦ ÁD ♣ 94 Suður spilar 4♠

Norður

♠ K1072

♥ K

♦ 7643

♣ K532

Vestur

♠ 5

♥ ÁG8732

♦ K102

♣ DG10

Austur

♠ 9

♥ 10954

♦ 10985

♣ Á876

Suður

♠ ÁDG8643

♥ D6

♦ ÁD

♣ 94

Suður spilar 4♠.

„Hvað er í gangi?“ Vestur vaknar upp við vondan draum í miðju spili. Andartaks kæruleysi – hirðuleysi, réttara sagt – virðist ætla að koma honum í koll. Hann spilar út laufdrottningu gegn 4♠ og á slaginn.

Sagnir voru fjörugar, eins og gefur að skilja: Opnun á 1♠ í suður, 2♥ í vestur, 3♠ í norður, 4♥ í austur og 4♠ í suður. Vestur fær næsta slag á laufgosa og spilar laufi í þriðja sinn. Sagnhafi trompar, spilar spaða á blindan og trompar síðasta laufið. Spilar svo hjartadrottningu!

Nákvæmlega hér vaknar vestur upp með andfælum. Hann hefði betur hirt á hjartaásinn strax frekar en að láta endaspila sig svo neyðarlega. En kannski er ekki öll nótt úti enn. Og svo er raunar alls ekki. Suður á í mesta lagi níu svört spil. Ef hjartadrottningin er blönk þá á hann alla vega ÞRJÁ tígla. Og þá er óhætt að spila hjarta.