Spacey Sláandi framkoma við karlmenn.
Spacey Sláandi framkoma við karlmenn. — Reuters/Fred Prouser
Enginn ætti að efast um hæfileika Kevins Spacey sem hefur unnið til margra virta verðlauna á ferlinum. Hann er stórkostlegur leikari en greinilega ekki jafnvel heppuð manneskja. Árið 2023 sýknaði breskur kviðdómur Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum karlmönnum

Kolbrún Bergþórsdóttir

Enginn ætti að efast um hæfileika Kevins Spacey sem hefur unnið til margra virta verðlauna á ferlinum. Hann er stórkostlegur leikari en greinilega ekki jafnvel heppuð manneskja.

Árið 2023 sýknaði breskur kviðdómur Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum karlmönnum. Nú, ári síðar, hefur Channel 4 í Bretlandi sýnt myndina Spacey Unmasked þar sem talað er við tíu karlmenn sem hafa ófagrar sögur að segja af samskiptum við Spacey. Einungis einn þessara manna hefur áður sagt sögu sína.

Í samskiptum sínum við þessa karlmenn var Spacey líkastur rándýri. Hann króaði bráð sína af og stökk síðan á hana. Fyrirvaralaust áttuðu karlmennirnir sig á því að stjarnan, sem þeir dáðust að, var að káfa á þeim. Sumir frusu, aðrir stukku á brott. Allavega tveir þessara manna töluðu um köld og sálarlaus augu leikarans.

Eins og karlmennirnir nefndu sumir þá var framkoma Spacey við þá ekki glæpsamleg og varðaði ekki við lög, en var þó viðbjóðsleg. Spacey hefur þann sið að sigta út bráð sína og ráðast síðan á hana. Myndin sem dregin var upp af honum er af manni sem er ófær um að elska einlæglega. Það eru dapurleg örlög að vera þannig.

Höf.: Kolbrún Bergþórsdóttir