1. Forsetinn þarf að vera með öllu ótengdur stjórnmálaflokkum og hafa engin önnur hagsmunatengsl sem geta haft áhrif á störf hans. Forsetinn er öryggisventill um leið og hann leiðir fólk saman til að vinna góðum málum brautargengi fyrir þjóðina

1. Forsetinn þarf að vera með öllu ótengdur stjórnmálaflokkum og hafa engin önnur hagsmunatengsl sem geta haft áhrif á störf hans. Forsetinn er öryggisventill um leið og hann leiðir fólk saman til að vinna góðum málum brautargengi fyrir þjóðina.

2. Þjóðin þarf forseta sem sameinar hugsjón, heiðarleika, þolinmæði og þrautseigju. Með því að hafa haldið ótrauður áfram eftir 28 ár hef ég sýnt og sannað að ég hef til að bera þann styrk sem forsetinn þarf til að krefja stjórnvöld um breytingar.

3. Nei.

4. Nei, ekki nema í undantekningartilvikum ef sérstakt ástand skapast í þjóðfélaginu.

5. Þjóðaratkvæðagreiðslur um helstu deilumál eru öflug leið til að brúa gjár á milli þings og þjóðar og koma í veg fyrir að þær myndist. Ég vil að þjóðaratkvæðagreiðslur verði eðlilegur hlutur í lýðræðisþróun framtíðarinnar. Lykillinn að raunverulegum lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem í dag ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna.

6. Að forseti Íslands fái nýtt hlutverk sem alþjóðlegur talsmaður friðar og mannréttinda. Það tengist þeirri hugmynd að á Íslandi rísi friðarháskóli og þróunarmiðstöð lýðræðis, friðar og mannréttinda. Friðargæslu SÞ verði boðin aðstaða á Keflavíkurflugvelli og forsetaembættið vinni markvisst að því að fá til Íslands tengda starfsemi.

7. Mér finnst það ætti að setja reglur um hámark tvö kjörtímabil. Sjálfur sækist ég eftir einu kjörtímabili til að vinna friðarmálunum brautargengi.