1. Að forsetinn standi við eið sinn gagnvart stjórnarskrá lýðveldisins og þjóðinni. 2. Ég er alveg óháður stjórnmálaöflum, peningavöldum og er hreinskilinn. 3. Alls ekki. 4. Kjósendur verða að gera sér grein fyrir þeim völdum sem atkvæði þeirra til forsetaembættis veitir forsetaframbjóðanda

1. Að forsetinn standi við eið sinn gagnvart stjórnarskrá lýðveldisins og þjóðinni.

2. Ég er alveg óháður stjórnmálaöflum, peningavöldum og er hreinskilinn.

3. Alls ekki.

4. Kjósendur verða að gera sér grein fyrir þeim völdum sem atkvæði þeirra til forsetaembættis veitir forsetaframbjóðanda. Því miður er það almenn skoðun að forseti sé valdalaus. Þetta stafar af þeirri stjórnarhefð sem þjóðin hefur aðlagast og þekkir. Þessi hefð er til komin af því að forsetinn veitir umboð sitt til stjórnarmyndunar. Ráðherrar fara með völd forsetans í ríkisráði. Forseti lýðveldisins setur þar alla ráðherra í sæti sitt og ákveður tölu þeirra. Fólk verður að átta sig á að forsetinn fer með framkvæmdavaldið með þeim sem hann hefur sett í embætti og er það forsetans að tryggja að framkvæmdavaldið sé í þágu allrar þjóðarinnar.

5. Tvennt verður til þess að forseti hafni lögum. Fyrst og fremst að þau standist ekki stjórnarskrá, svo ef lög hafa afgerandi áhrif á þjóðfélagið. Það er kjósenda að úrskurða um mál sem þing og forseti ná ekki saman um í löggjafarvaldinu.

6. Fjármálastöðugleiki og þjóðarsátt um innviði landsins (eignir þjóðarinnar). Forsetinn á að koma saman ríkisráði sem ræður faglega við öll málefni þjóðarinnar og tryggja að þau sé unnin í þágu allra landsmanna.

7. Sá tími sem kjósendur treysta sér til að greiða atkvæði með forsetanum. Það á alls ekki að festa tíma á setu forsetans annað en að forseti sitji kjörtímabil sitt og þurfi að því loknu að ná endurkjöri.