1. Forsetinn á að fylgjast vel með þjóð sinni og vera með puttann á þjóðarpúlsinum. Skynja stemninguna, blása fólki kjark í brjóst þegar á móti blæs og hughreysta og gleðjast með þjóð sinni þegar vel gengur. Forseti þarf að hafa sjarma og útgeislun, vera áhugaverður og skemmtilegur fulltrúi okkar áhugaverðu og skemmtilegu þjóðar.
2. Mikla og fjölbreytta lífsreynslu, margslungið vald á íslenskri tungu og hæfni til að beita henni á skapandi og áhrifaríkan hátt og hafa jákvæð áhrif á fólk. Ég hef farið óhefðbundna leið í lífinu sem veitir mér innsýn í svo margar hliðar íslensks samfélags. Ég er t.d. eini frambjóðandinn í efstu sætum skoðanakannana sem er sjálfstætt starfandi.
3. Það fer eftir aðstæðum og eitthvað sem þarf að semja um í hverju tilfelli.
4. Forseti á að vera virkur í þjóðmálaumræðu, sérstaklega þar sem halda þarf uppi vörnum fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu. Hann þarf að vera vakandi fyrir því að engir þjóðfélagshópar gleymist.
5. Fyrst og fremst mikil almenn andstaða við málefnið, formleg undirskriftasöfnun og fagleg ráðgjöf í bland við eigin sannfæringu.
6. Brýnustu viðfangsefnin eru með hvaða hætti við ætlum að nýta auðlindir okkar og að við gerum það í sem mestri sátt. Samband menningar og náttúru þarf alltaf að vera byggt á málamiðlun og þar hefur forsetinn veigamiklu hlutverki að gegna. Það er brýnt að sætta ólíka hópa á Íslandi áður en það er orðið um seinan.
7. Tvö kjörtímabil.